Rafmagnað
Einkennandi Z.E.-aðalljós og rafmagnsmerki, afgerandi LED-dagljós … Nýr Renault ZOE hefur grípandi og sterkt útlit og leggur línurnar fyrir aðra rafbíla.
Glæsileg afturhlið
Glæsileg og nútímaleg v-laga afturljósin setja afar einkennandi svip á nýjan Renault ZOE.
Sportlegt útlit
Langar þig í fyrirferðarlítinn, fimm dyra borgarbíl sem lítur út eins og tveggja dyra sportbíll? Hönnuðir okkar hafa gert slíka drauma að veruleika með því að setja handföng afturhurðanna á gluggana.
Z.E.-merkið
Komdu þér þægilega fyrir í einu af sætunum sem eru hönnuð í anda rafknúinna lesta. Á höfuðpúðanum er Z.E.-merki, sem vísar einnig skemmtilega til Renault Zéro Emission-tækninnar.