Vinsælasti bíllinn á Íslandi
Outlander PHEV
Outlander PHEV er vinsælasti bíllinn á Íslandi árið 2018 og sá mest seldi í flokki tengiltvinnbíla 3 ár í röð. Frá því að Outlander PHEV var fyrst kynntur árið 2013 hefur hann verið í stöðugri þróun til að tryggja áframhaldandi stöðu meðal fremstu tengiltvinnbíla. Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á nýjum Outlander PHEV eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og snúa að meiri sparneytni og afkastagetu. Þannig státar hann nú af enn meiri sparneytni og bættum aksturseiginleikum, auknum afköstum, endurbættu aldrifi og meiri þægindum á öllum sviðum.
Aukin afköst rafhlöðunnar skila því að drægni Outlander PHEV í hreinni rafstillingu er nú 45 kílómetrar, meðaleldsneytiseyðsla bílsins er nú 2,0 l/km og losun koltvísýrings er aðeins 46 g/km. Hvað varðar akstursupplifun þá hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á aflstýringu og spólvörn auk þess sem ný sport-stilling skilar skarpara viðbragði og auknu gripi. Önnur nýjung sem eflaust mun nýtast Íslendingum vel er snjóstilling sem auðveldar bílnum að taka af stað og beygja þegar grip er lítið á sleipu yfirborði.